Enn ein vikan liðin hjá

Fríið er rétt að klárast, þvílík gleði þvílík sorg.

Kláraði alla heimavinnuna mína í tíma Grin aldrei þessu vant þá er ég ekki á seinustu stundu! Kláraði ritgerðina seinasta mánudag sem ég held að sé algert met fyrir mig, þar sem ég er alltaf manneskjan sem er að farast úr stressi og vakir fram á miðja nótt kvöldið fyrir skiladag og skrifar og skrifar. Ekkert slíkt stress í þetta skiptið og held ég ætli að reyna að venja mig á þetta, þvílíkur lúxus. 

En já, þessi vika fór í algera leti til að byrja með farið seint á fætur og ekki gert neitt. Reyndar ekki alveg satt en samt, fór í tate á laugardaginn seinasta og skoðaði verkið 30 pieces of silver, sem er reyndar gert úr 1000 pieces of silverware. Við zoe fórum saman og röltum meðfram Thames og ætluðum svo á markaði en vorum of seinar til að fara á markaðinn sem við ætluðum á. Eftir dag af því að horfa á silfurborðbúnað var kvöldinu tekið rólega og sunnudeginum eytt í rúminu þar til ég dröslaðist til Zoe og við horfðum á spólu, spjölluðum og lærðum. Vá hvað það var kózý, alveg hreint út sagt æðislegt Smile

Get ekki sagt að ég hafi gert neitt mikið meira á mánudag né þriðjudag nema hvað ég fór í skólann að tékka hvort listarnir með hópunum væru komnir og nei ekkert bólaði á þeim. Svo fór ég til Oxford á þriðjudaginn, fyrst klst. ferðalag frá greenwich inn í central og svo 1,5 klst með rútu til oxford. En rútan er samt svolítið tæknivædd því manni er boðið upp á ókeypis þráðlaust internet, smá munur frá rútunum í brasilíu verð ég að segja. Kom til Rögnu og fékk voða góðann grjónagraut, namminamm! Og það snjóaði!!! vá hvað það minnti mig á heima. Daginn eftir rölti ég svo um Oxford. Held ég hafi rölt svona 7þúsund hringi og endaði alltaf inni í stóru stóru bókabúðinni. Það var mjög gaman inni í henni Tounge. Kannski fólk eigi bara að búast við bókum í jólapökkunum?

Annars er Oxford rosalega spes. Öll gömlu kastalahúsin og bókasafn sem er 10 risa hæðir, neðanjarðar. Og öll colleagin sem eiga sitt kastalahús og sum eru þvílíkt rík eins og eitt sem á risa land inni í miðri borginni og þar eru bara kýr  og svoleiðis. Fremur spes, en samt mjög töff. Lísa í undralandi búðin og hitt og þetta. Við kíktum á safn með stelpurnar, Diljá, Soffíu og Agnesi, að skoða múmíur Grin. Svo fengum við dominos pizzu í kvöldmatinn, verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn ánægð að fá pizzu, en eins og flestir ættu að vita er ég ekkert gríðarlega mikið fyrir skyndibita. Ekki einu sinni pizzur. En namm namm, þetta var alveg bara mjög gott Wink. Svo fór ég með stelpurnar í rútuna til London og fékk að fara með þær allar án þess að borga, voða næs rútubílstjóri. Ferðin til baka gekk einhvernveginn mun hraðar fyrir sig heldur en ferðin þangað, kannski vegna þess að ég vissi hvert ég væri að fara nákvæmlega. En við hittum Freyju á Victoria station og þar kvaddi ég stelpurnar og hélt áfram mínu ferðalagi alla leiðina heim. Vá hvað ég var samt fegin að koma heim. Þvílíkt þreytt eftir langan dag. 

Fimmtudagurinn varð samt sem áður ekkert styttri þar sem ég fór alla leiðina í Ikea að versla, eyddi rúmum 50 pundum þar...úpps...en ég skal taka myndir af herberginu og setja hérna inn og þið eigið sko eftir að sjá þvílíkan mun og það er miklum mun betra að búa hérna núna. Líður vel í herberginu mínu. Keypti svo dýnu til að blása upp og fór í matarbúðina sama dag. Úff var með marbletti á úlnliðunum eftir alla pokana. En já get tekið á móti gestum núna! Grin Á dýnu og létta sæng og lak og alles, en mæli samt sem áður með svefnpoka ef það er ennþá kalt í London. Svo kom Jon yfir og við kíktum á Sin city, gaman gaman. Var ekki að meika að hitta engann allan daginn þar sem ég fékk boð um að Thomas væri ekki að komaFrown. Og á föstudeginum, sem átti að fara í að gera choreography þá fór ég í bíó á James nokkurn Bond. Varð eiginlega fyrir smá vonbrigðum því þetta var nú bara eins og hver önnur action mynd. Og það er dýrt að fara í bíó hér - 12 pund! reyndar með poppi og svonna.

Um kvöldið var svo málið að fara í íslenskt partý hjá Önnu og Sigrúnu. Fékk voða gott að borða, annað skiptð í vikunni, borðaði hjá þeim á mánudaginn líka. Og svo var bara partý time..hehe..voða gaman hjá okkur í leikjum og spilum fram á rauða nótt. Gisti svo bara í sófanum eins og alltaf og kom mér ekki ehim fyrr en seint og síðarmeir og fór þá að hitta Tom, saknaði hans. Í dag fór ég svo í Laban og viti menn ekki enn komnir up listarnir! en samt komin stundaskráin og ég er búin kl 15 á fimt og föst., lúxus líf. En kláraði choreography og er því bara í leti núna að hlusta á nágrannana æfa tónstiga á nokkur hljóðfæri. 

Held ég ætti að fara að reyna að blogga oftar, hef allt allt of mikið að segja þegar ég loksins sest niður. Á bara ósköpin öll erfitt með að setjast niður. 

En eins og áður, skiljið eftir ummerki um að þið hafið lesið þennan glæp sem rit mitt er. Þar sem sá sem komst í gegnum þetta allt er glæpsamlega þolinmóður Kissing

Lilja lúna lipurtá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta

Gott þu skemmtir þér vel! 50+ 12 alger eyðslumelur - ef í harðbakkann slær veistu hvar siflrið er.....víst gott að eiga gull og silfur .

Í dag laukl vetrinum með rigningu svo það þiðnaði nógu langt að ég gat sett niður afganginn af vorlaukunum - það er því von á litríku vori!! Fór svo og át á mig gat í ammmæli hjá Þóru....og já bækur eru alltaf vel þegnar. Tommi er búin með Dragon Orb og er að ljúka við fimmtu Beast quest bókina - þær eru víst orðnar 20 (svo þú gætir nælt í þær gömlu á 2:1 eða þannig)

Knús
Mamma

Ásta , 2.11.2008 kl. 23:08

2 identicon

hah ef í harðbakkann slær, ég segji nú bara ef í hraðbankann slær!

En þetta hljómar mjéga gaman. (þó ég sé ekki búin að lesa bloggfærsluna, ég geri það seinna, er alltof löt núna ;D haaha)

Arena (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:02

3 identicon

jæja, núna er ég búin að lesa þetta, og já. Okey Lilja hérna, málfræði? :D:D:D Það er hreint út sagt stórmerkilegt að lesa þetta. Með málfræðilegum skilning :P mjéh!! :D En það er greynilega alltof gaman hjá þér! Ég er hætt við að gefa þér afmælisgjöf!!!!!! :D:D:D:D:D

Arena (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:09

4 identicon

Jæja jæja reyni ég einu sinni enn að commenta á þetta fjárans blogg hjá þér og það til að óska þér til hamingju með afmælið (90% viss um að það sé í dag)

hljómar eins og þú sért alveg dottin í leti í englandinu hljómar allt voað kósí

 til að skemmta þér get ég sagt að ég og Biggi fórum í bíó og vorum einu karlmenninir í salnum XD þú veist hvaða mynd það var

meigi sólinn altaf skína á þig og stjörnunar vaka yfir þér:D og vonandi fæ é að þekkja þig í nokkur ár í viðbót

til hammó með ammó

eyddi

Eyddi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:07

5 identicon

Hæ næstum því stóra stelpa ;)

Mikið var þetta skemmtileg færsla hjá þér og langar mig ekkert smá að fara aftur til Oxford. Þessi stóra bókabúð er væntanlega Blackwells í miðbænum þar sem ég týndist eitt sinn viljandi og vinir mínir fóru að örvænta ögn þegar ég var búin að vera þar inni í 2 klukkutíma.

Annars fer afmælisgjöfin þín í póst í dag og verður því ekki komin akkúrat á afmælisdaginn. Sýndu okkur því þolinmæði.

Ástarknús og 1000 kossar til þín og njóttu morgundagsins út í ystu æsar.

Þín frænkumons

Tanta Billý Djó (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:45

6 identicon

Og Arena, jafnvel þó ég sé að hafa ágætlega gaman þá má alveg lífga upp dagana með afmælisgjöf :) eða afmæliskorti? jamm jamm! Afmæliskort, jafnvel þó seint væri myndi alveg duga mér :D

Næstum því eyddi, það er á morgun. en þú ert samt nálægt því. Er spennt að fá afmælisgjöf yfirhöfuð :D Og held ég hafi eytt í það minnsta 2 klst þarna inni og átti mjög bágt með mig að kaupa ekki neitt. En núna er ég búin að finna þessa fínu bókabúð hérna nálægt mér sem er með viðráðanleg verð fyrir mig :D

Lilja (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband