Snögglegur samandráttur á seinustu vikum, spyrjið að vild um smáatriði :D

Það er víst virkilega kominn timi á annað blogg ekki satt? Biðst afsökunar á töfunum, en hef enga afsökun á þeim.

Nú höldum þaðan sem frá sögunni var horfið:

Afmælisdagurinn - STÓR afmlælið sjálft.  Og er maður ekki vakinn með afmælissöngli af engum öðrum en bestu mömmu í heimi! Vá hvað var gott að vakna við það! - hafði fengið eitt internet kort frá mömmu um miðnætti...úber sætt og get svo svarið það það féllu fleiri en eitt tár við það að skoða það. En skólinn kom og skólinn fór án þess að mikið væri í fréttum utan stöku afmæliskveðju hér og þar. Svo fórum við Tom og May inní Central og skoðuðum í búðir og ég hljóp og keypti ballettdót og röltum svo til að finna okkur eitthvað að eta. Nema hvað við endum inni Afmæliskakan sjálfá þessum pínkulitla thaílenska veitingastað í covent garden og maturinn var ljúffengur. Át á mig GAT! Svo fórum við aftur heim í suðaustur london og settumst niður á rosalega kózý pub sem var með live jazz tónlist eftir töluvert mikið af spjalli og allir orðnir þreyttir var ferðinni heitið heim á leið þar sem ég kláraði að gera afmæliskökuna mína tilbúna :P Ekkert er afmælið ef engin er kakan og ég bjó sko til 3! En ein var nóg í bili. OG nammnammnamm, hún var góð...saccherkaka svíkur engann. Daginn eftir bauð ég svo Zoe,Ifa, Katy og anna og fengu köku...það var mjög gaman. Á laugardeginum fór ég svo og verslaði fyrir afmælispeninginn minn...ekkert merkilegt samt...bara hitt og þetta aðallega boli til að dansa í.(Og bara svona ef einherjum þykir það merkilegt þá fór ég inní central í sérstakan leiðangur að kaupa Garaná Antartica - já brasilískan gosdrykk - kem með eina flösku heim :D)

Sunnudagurinn var svo algert æði! Dró Jonathan með mér og fórum á risastóra hundasýningu. með einhverjum 200 tegundum af hundum. Alveg ROSARISA Stór. Sá hundategundir sem ég vissi ekki að væru til. Þaðan héldum við af stað heimleiðis með stoppi hjá Big ben þar sem við fundum okkur kaffihús og heitan kakóbolla til að ilja köldum fingrum. Eftir að hafa túristast í töluverðan tíma þá var ferðinni haldið heimleiðis með viðkomu í búðinni til að kaupa jarðaber og rjóma því það átti að reyna að fá fólk til að borða hinar tvær kökurnar. Nema hvað, eftir að hafa tekið fínt til og gert allt voða flott þá mætti bara enginn. JAfnvel þó það hefi ekki verið planað í lengri tíma (eiginlega bara síðan um hádegið) þá fannst mér það samt súrt epli að bíta í. En hvað sem því líður þá eyddi ég kveldinu í að horfa á spólu með Leoni og Lauru sem eru alveg æðislegar stelpur.  

vikan leið svo hjá eins og elding, nema hvað á föstudeginum líður mér eitthvað úber skringilega og er ég ekki alveg geðveikislega bólgin aftan við öftustu tönn í neðri gómi og rosalega vont og óþægilegt. Er ekki litlan að taka endajaxl ég get svo svarið það. Hvað um það ég harkaði af mér daginn og var svo bara í leti, horfði á spólu með strákunum: Jonathan, Ed og nick. Svo var bara í háttinn og reyna að sofa þetta af sér og jú svaf heillengi og eyddi öllum laugardeginum í rúminu að lesa og svo bara aftur að sofa efitr smá göngutúr til að fá hresst loft. Meðan sunnudagurinn fór í matarinnkaup, þvo þvott og annað álíka. Svo var bara komin enn ein vikan.

Og jiminn eini þessi seinasta vika þaut hjá eins og byssukúla! Fórum á Butoh show - japanskt listdansform - mjög áhugavert - en svolítið óhugnanlegt á tímum.Og ég kláraði sólóinn minn - og vakti fram á nótt við að setja tónlistina saman. Það var allaveganna mikið meira en nóg að gera. Svo fengum við að vita hvernig við stóðum okkur í fitness screening dótinu sem var þegar við komum og ég var bara nokkurnveginn fyrir miðju. Og þarf að bæta mig í styrk fyrir vorið, vantar ekki úthaldið í mína Grin - það er krafturinn minkaði um innan við 40 % í gegnum þrautina sem er víst mjög gott yeyj! annars vil ég minna á það að ég stækkaði um cm við að fara í þetta screening, er víst 161 cm en ekki 160 eins og ég hef alltaf haldið fram. Annars þá er mér aftur farið að líka við ballett-kennarann sem ér var farin að  vera nokkuð pirruð yfir. Sem eru mjög gott, því þá gengur mér betur í ballett Wink

Svo kom enn ein helgin - og þaut hjá eins og vindurinn. Fór á markaðinn í Deptford, það er áhugaveðrur markaður...mjög áhugaverður... lærði svo og um kvöldið fór ég inní Canary wharf að hitta Sigrúnu, Kisa og Önnu því Sigrún átti afmæli. Sátum á chillies, amríksum veitingastað, í þónokkra tíma og sötruðum kokteila en það var fyndnast í heimi þegar þjónninn kom í eitt skiptið til okkar, og jú við vorum að panta enn einn kokteilinn, og hann bara OH MY GOD! hélt ég myndi veslast upp af hlátri. Sunnudagurinn fór svo bara í þetta venjulega, versla í matinn og læra. En um kveldið fór ég aftur inní Canary Wharf, í þetta skiptið með Helen, Ed og Jonathan og fórum á þennan súper næs spænska veitingastað (tapas bar) sem við vorum með 50% afslátta af matnum á, þvílíkt næs, en já alveg bara held ég einn skemmtilegasti staður sem ég hef farið á! OG bara úber kósý kvöld. Sérstaklega skemtileg helgi þar sem DLR er bilað og þess vegna þurfti maður að labba undir THames...jamm! og ná í strætó hinumegin. 

Í dag sýndi ég svo sólóinn minn og gekk bara mjög vel. Fengum svo svona miða frá hinum og vá þvílíkt góð komment held ég. Allaveganna 2 amazing :) og já held mér hafi bara gengið mjög vel. Svo núna ætti ég að vera að gera journalið og pdp því það er næsta skref að koma því til hliðar á miðvikudagsmorgun. og svo eru tveir fyrirlestrar í næstu viku og svo er bara allt búið. 

En mesta sjokkið í dag (var þvílíkt ánægð að vera búin með sóló verkefnið og taldi það alveg meira en nóg fyrir einn dag) heldurðu ekki að góðvinur minn hann Adam hafi ekki risið upp frá dauðum og sent mér línu! Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Eftir 6 mánaða grafarþögn og enga leið til að ná í kallinn þá bara "hæ hvað segirðu?" En það var samt rosalega gaman að heyra í honum, og Andreunni minni sem ég heyri alltaf reglulega í! Hlakka svo til að sjá ykkur! Bara 18 dagar í að ég verði komin heim á klakann...og þá veðrur sko afmælispartý.

Svona til að það sér á hreinu: við erum að fara út laugardaginn 13 í það minnsta og byrjum hjá mér í get together  (nema þið viljið byrja einhversstaðar annarsstaðar) og gaman og svo förum við á djammið! Svona í telefni þess að allir séu orðnir tvítugir loksins!Sakna ykkar úber dúber súper mikið en verð að drulla mér í rúmið er búin að vera að draga það allt allt of lengi að leggjast uppí rúm og sofna. Góða nótt, elska ykkur öll!

P.S. bæti myndum inní þetta blogg fljótlega...hef ekki orkuna í það núna 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

demn, mjög slæm tímasetning :( er að fara í bústað með krissa 12 til 15 des. :(
En þú færð samt ammlisgjöfina þína þá.
Hún er ekki lengur út í bíl, bara komin inn og falleg og fín.

Arena (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:03

2 identicon

já , btw fyrst þeir selja braselíska gosdrykki þarna þá væri mega osum ef þú sæir inka Cola að kannski kaupa eina flösku handa mér. Ég sakna þess svooooo! :D

Arena (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:05

3 identicon

Æ hvað verður gaman að sjá þig í næstu viku litla krús. Af okkur er þetta helst að frétta að bróðir þinn ætlar að gista hjá okkur um helgina og amma þín tók sig til og klippti hundinn  . Ég er ekki viss um hvort hundurinn líkist meira Bólu-Hjálmari eða litlu ljóni. Amma þín pantaði að endingu tíma hjá hundasnyrtistofunni í næstu viku til að jafna ehemm skallablettina á krílinu hí hí.

Stórt og mikið knús-

Björk og Tommi

Besta frænka (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 17:48

4 identicon

jææjjjaa blogga núna!

arena (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband