+44 753 171 6615 = símanúmerið mitt!!

 Þá er fríið byrjað og þvílíkur lúxus á mínum. Ekki skriðið fram úr rúminu fyrr en um hádegi og þvílíkt letilíf. Það er það sem búið er af fríinu en nú hefst gamanið fyrir alvöru. Því ég er á leiðinni til Oxford núna í kvöld og verð þar hjá Rögnu vinkonu Bjarkar í 1-2 daga Grin að skoða mig um meðal gamalla mannvirkja. Svo kem ég til baka með stelpurnar hennar Rögnu og fylgi þeim til Freyju, líka vinkonu Bjarkar frænku. Á fimmtudag þarf ég sov að taka til og versla því ég er að fá heimsókn Smile hef meira að segja tekið þá ákvörðun að fjárfesta í uppblásinni dýnu. En Thomas vinur minn frá Belgíu sem ég kynntist í Brasilíu ætlar að kíkja í heimsókn í 2 daga. Hlakka ekkert smá til! 

En því miður er fríið ekki bara leikur að rósum því það er einnig vinna, hef verið alla seinustu viku að bakstra við að klára bansettu ritgerðina sem á að skila í næstu viku og vitiði hvað? Ég kláraði í gær! Búin að senda hana til Kevin (enskukennarans) og fæ hana væntanlega marglita til baka út af málfarsvillum en samt sem áður er ég búin! Þannig að þá er að demba sér í næsta verkefni. Fyrir seinustu vikurnar þarf ég að semja 3 mínutna sóló útfrá listaverki sem heitir Thirty pieces of silver og er í Tate Modern, búin að fara tvisvar og skoða...en þetta er kraminn silfurborðbúnaður sem er hengdur úr loftinu, fremur spes. En ég er alveg viss um að ég get þetta, er full af bjartsýniWink eftir að hafa klárað ritgerðina. 

Seinasta vika var gífurlega spes þar sem við vorum í ósköp fáum tímum. Fórum í viðtöl við kennarana í experiential anatomy og finnst að það hafi bara verið mjög jákvætt og krossa puttana að ég sé í hóp 4 (það er besta hópnum, eins og ég sagði er ég full bjartsýni). Síðan í viðtalinu og tímunum hefur líkamsstaðan breyst töluvert finnst mér, því allt í einu get ég einbeitt mér að því að halda öxlunum á réttum stað í stað þess að þær sýgi fram án þess að reka rifbeinin út í loftið. Veit þetta kann að hljóma undarlega, en þetta er geðveik uppgötvun fyrir mig Grin. Fórum svo í ballet-leveling tíma á þriðjudag og held ég hafi staðið mig allt í lagi, býst passlega að vera einhversstaðar fyrir miðju s.s. í hóp 3 eða 2 (vonandi 3). Svo voru tímar í experiential anatomy, ég dýrka þá, finnst svo gaman og á eftir að sakna þeirra þó svo ég hlakki þvílíkt til að fara í release. Og ballet viðtöl, hmmm..., Martin sagði mér ekki neitt nema að ég þyrfti að vera meira áberandi því ég félli of mikið inní og stundum tæki hann ekki eftir mér, GetLost O jæja, ætli það hafi ekki eitthvað með það að gera að stundum vill maður ekki láta taka eftir sér í tímum, bara vera að gera sitt. 

En allaveganna, á fimmtudag og föstudag voru sýningar hjá 3ja árs nemunum, þeim sem útskrifast í vor, og ég fór bæði kvöldin. Veit það hljómar svolítið skringilega en hef komist að því að maður sér verk stundum allt öðruvísi ef maður fer aftur. Nú og viti menn það er það sem gerðist.Halo En svo ég haldi áfram með söguna þá fór ég á pubbinn með krökkunum úr sýningunna efitr sýninguna og kemur ekki Kiel upp að mér, þekki hann næstum ekki neitt, bara veit hver hann er. Og segir: heyrðu þú veist að við þurfum að gera lokaverkefni og ég er að pæla í að gera dansmynd (minnir allaveganna að hann hafi sagt dansmynd, en gæti líka verið dansverk...) og ég sá þig í tíma hjá Gill um daginn og hreyfingarnar þínar eru geggjaðar. Myndirðu vilja vera í verkinu mínu?  - Þetta er mjög gott hrós þar sem það eru aðallega 2árs nemar sem eru í verkunum og svo framvegis. En ég er í það minnsta súper ánægð með þetta ennþá í dag Grin

Vona að óveðrin heima fara ekki of illa með ykkur, hér er ennþá gott veður þó það hafi kólnað töluvert mikið. Og það eina sem að böggar mig þessa dagana er lyktin á ganginum því að það er einhver á hæðinni sem reykir mikið af grasi og svo eru asísku nágrannarnir alltaf að elda eitthvað sem hefur furðulega lykt og að lokum finnst einhverjum gaman að spreyja ilmvatni á ganginn og þegar gangurinn er þrifinn spreyja þeir efni á teppið svo allt lyktar af bubblegum...s.s. mjög undarleg samsetning lykta.   Angry

Og svona að lokum til gamans: ímyndið ykkur lagið við Whistling Við heimtum aukavinnu

Ég heimta fleiri komment/ég heimta ennþá fleiri auka komment/því ef þau ekki ég sjái ég held ei ég nái/að skrifa fleiri færslur hér.

Kveðjur angarminnsta latamús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey hey, hef haft ósköp takmörkuð færi á netinu uppá síðkastið. (verandi  með netlausa tölvu gerir manni það víst ) Allavena gott að allt sé gott og hafðu það svo gott svo allt gott sé.

Chiao Hnáta 

kv. Biggi

Biggi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:41

2 identicon

enga vitleysu, þú getur ekki verið í útlöndum án þess að blogga!
Þá þekkir þig enginn þegar þúkemur heim!
En flott að þú sérst að bæta þig í dansinum :)
Og töff að skila ritgerð fyrir tímann! Held ég hafi aldrei gert það

arena (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Ásta

Hmm - latamús

 kveðja Lúlli

Ásta , 29.10.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband