Þá er fyrsta vikan búin, en hún er kölluð freshers week og voru öll virku kvöldin skipulögð af nemendafélaginu. Á mánudaginn var einskonar "reif" þó það væri langt frá því að vera eins og reif. þriðjudaginn pubcrawl sem við krakkarnir misstum af, þó það sé núj allt í lagi kynnumst þá bara börunum sjálf áður en við veljum okkur uppáhalds . Á miðvikudaginn var boat party sem er eins og nafnið gefur til kynna partý á báti sem siglir upp og niður Thames ánna í nokkra klst. Ég get samt alveg viðurkennt að því miður drakk ég aðeins of mikið svo ég man ekkert allttof mikið en skemmti mér samt konunglega. Á fimmtudag var popquiz sem ég og Sara (íslenska stelpan sem býr hérna utar á ganginum) rákum hausinn inná en fannst ekkert íkja spennandi. Svo við fórum þess í stað á bar hérna skammt frá sem heitir Trafalgar og er ótrúlega kózý, aðeins dýrari en sumir hinna en á hinn bóginn er það staður sem höfðar mun meira til mín, svona pub og alveg við Thames (maður horfir yfir Thames út um gluggann). Á föstudagskvöldið fórum við svo á silent diskó sem var mjög Áhugavert skulum við segja en gæti leyst nokkur vandamál í miðbæ reykjavíkur þar sem allir fá heyrnartól og geta vlaið um 2 tónlistarstöðvar og svo dansa allir og syngja með. Mjög fyndið að ganga inn i salinn þegar mamma mia var í spilun, eða macarena Í gær fórum við vinkonurnar og fengum okkur 2 bjóra og snemma í háttinn eftir erilsama viku kvöldlífsins.
Hvað daglífið snertir þá hef ég farið í búðina, skráð mig í skólann og fengið milljón blöð til að lesa og fletta í gegnum, gengið um greenwich og deptford, farið í ævintýri til að finna Argos með láru (finnsku stelpunni sem býr einnig á ganginum), hangið í tölvunni, gengið um markaðinn í Greenwich og Greenwich Park (sem er risa-stór) og bara hitt og þetta til að stytta mér stundir. Í dag var hinsvegar þvottadagur (ekki alveg jafn svakalegur og í Ronju ræningjadóttur en samt sem áður var tekið smá til) ég ryksugaði, fór út með ruslið og vaskaði allt upp ásamt því að þvo þvottinn minn Mér finnst ég í það minnsta hafa verið ágætlega dugleg þó svo þetta sé lítil íbúð. Ætlaði að heimsækja Önnu Birnu og Sigrúnu en þar sem lestarnar eru yfirleitt í viðgerðum og rugli um helgar (fór á netið og tékkaði og allt stopp) þá ákvað ég að fara frekar á morgun með Önnu heim og fá gott að borða á morgun! Namm...hlakka svo til.
Ég hef s.s. ekki verið neitt sérstaklega dugleg að elda. Gerði heiðarlega tilraun til að elda súpu um daginn en hún brann við og var hræðileg á bragðið En það kemur allt. Svo ég hef enn sem komið er í aðalatriðum fengið mér núðlusúpur, bollasúpur, grjónagraut (sem, já!, ég kann að búa til án þess að eyðileggja) jógúrt og ávexti. En ég svelt sko alls ekki. Er meira að segja á leiðinni í búðina aftur á morgun til þess að kaupa hitt og þetta sem mig vantar enn í eldhúsið. Sem er ásamt baðherberginu einu staðirnir sem líta heimilislega út. En það kemur með tímanum (það er þarf aðra ferð í IKEA þegar ég hef tíma og pening).
Hvað breska menningu varðar veit ég nú ekki mikið um hana annað en bretar virðasr mestu drykkjurútar sem ég hef vitað. Enginn breti sem ég þekki enn sem komið er hefur sleppt því eitt einasta kvöld að verða útúrdrukkinn! Sem mér finnst fremur fyndið þar sem þeir byrja að drekka klukkan 6 í seinasta lagi og eru útúr þessum heimi um 10 leytið. Og þá er bara nokkurnveginn kominn tími til að fara heim. Sem er svosem ágætt að sumu leyti og heilsusamlegra heldur en íslensku helgarsiðirnir ef þetta ætti ekki við um hvert einasta kvöld. Ég velti því fyrir mér hvort lifrarsjúkdómar séu ekki algengir í Bretlandi. En nóg um vangaveltur um breska drykkjusiði.
Hér sit ég í mestu makindum í rúminu mínu og skrifa ykkur fréttir af fyrstu vikunni minni í Bretlandi og vil afsaka þessa gríðarlega hallærislegu slóð sem þetta blogg hefur . Þar til næst...kossar og knús. Lilja
Athugasemdir
Hæhæ!!
Gaman að sjá þessa blogsíðu :D fattaði ekki að þú værir með neitt blogg!
Það er gott að þetta gengur allt vel hjá þér! Mjög skemmtileg blogg, ég hló allaveganna mikið þegar ég las það. Bretar eru nú meiri vitleysingjarnir!
Flott hjá þér líka að vera svona dugleg að kynnast nýju fólki, ég myndi ekki þora að vera svona opin! virkar fínt herbergi sem þú ert með! Voða kósý.
En endilega verðum í bandi! ég þarf að skrifa þér líka þegar ég hef tíma og tala við þig á skype og svona þegar ég fæ netið ;)
Kær kveðja Andrea Björk
Andrea Björk (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:56
Hæ elsku Lilja
Amma hefur það gott og dekrar við Lukku. Amma segir að hér sé alltaf skítaveður og megnið af eplunum fauk í nótt henni til mikillar armæðu. Hún vill líka láta vita að mamma þín heldur reglulega sparnaðarræðu yfir henni og svo fór hún í óvissuferð í Hvalfjörð með systkinum sínum og fannst voða gaman.
Björk segir að freshers week sé alltaf þvílíkt djamm- sælla minninga og að tjallinn lagist ögn þegar skólinn byrjar í alvöru. Það er rosa gaman að lesa lýsingarnar þínar af þessu róti, því það rifjar upp minningar frá minni svona viku.
Annars er bara allt við það sama hérna, helgin fór í rúmlegu og sér varla fyrir endann á því.
Ástarkveðjur Amma og hornös frænka
Amma og Björk (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:29
Já Andrea, láttu mig vita þegar þú ert komin með netið og við tölum saman á skype lýst ósköpin öll vel á. Ég reyni eins og ég get að vera dugleg að skoða bloggið þitt líka .
Björk, þú mátt segja ömmu að hún geti verið fegin að mamma haldi sparnaðarræður yfir henni, því ég þarf að halda þær yfir sjálfri mér en það gengur annars bara ágætlega. Leitt að heyra að þú hefur verið rúmliggjandi, ég hef sem betur fer ekki fengið neina pest (7-9-13)
Sakna ykkar allra dúllusnúllurnar mínar
Lilja (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:53
Eins gott að ég las upp þessa færslu frá þér fyrir ömmu þína mín kæra og náði þannig að ritskoða bátapartífrásögnina! Hún er nefnilega mjög spennt að fylgjast með þér og ég er ekki viss um að minnisskortur vegna drykkju ömmubarns slái í gegn hjá henni.
Knús litla mús
Billí frænka (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:44
Loller. Silent discó, má maður koma með iPod ef maður fílar hvoruga tónlistarstöðina? Og spurning spurninganna.....eru þeir ensku miklir heiðursmenn, eða er þetta mýta!? Er ekki erfitt að opna dyrnar fyrir dömu þegar maður er útúr heiminum?
Gunnarr (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:26
gætir eflaust komið með iPodinn ef þú vildir, held það yrði ekki gerð nein athugasemd við það. En ég hef í það minnsta ekki tekið eftir því að þeir séu einhverjir afburðar heiðursmenn. En aftur á móti þekki ég ekkert gríðarlega margar. Að því undanskildu er einn drengjanna sem við Sara kynntumst í vikunni smá herramaður þar sem hann fylgdi okkur heim í gegnum glæpahverfið sem við búum í
Lilja Steinunn Jónsdóttir, 21.9.2008 kl. 18:44
Það er alltaf silent disco á hróaskeldu. Það er osum! Allir að dansa við sömu tónlistina án þess að utanaðkomandi heyri :D sem sagt allir í takt! Held að það sé það töffaðasta í þessu
arena (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.