Til að bæta við

Svona fyrst ég var að koma til baka og nenni ekki að fara að sofa strax.

Þá var mjög gaman í kvöld, kynntist helling af laban nemendum flestum sem eru að byrja en sumum sem eru nú þegar byrjaðir. T. d. talaði ég við strák sem er á 3ja ári og eftir að hafa talað við mig í svolitla stund um dans og ýmislegt þvítengdu sagði hann að hann hefði aldrei hitt nýnema sem ætti eins vel inn í Laban og ég, þ.e.a.s. að ég væri með rétta andann, sem tæki flesta nokkra mánuði að átta sig á. (mjög gaman að fá svona athugasemd get ég sagt ykkur) 

Svo seinna hitti ég söru, hún býr á hæðinni minni og er íslensk! æði!!! 

annars hljóp ég uppi einhverjar stelpur þegar ég var að labba út, og þær voru líka úr laban, önnur heitir stefi (giska á að það sé stytting á stefani) og hin er kölluð chrissy ef ég man rétt. Og svo marga aðra, bæði úr Trinity (sem er tónlistarháskóli sem Laban er í samstarfi með, svona ef þið vissuð það ekki) og líka úr Laban en líka nokkra sem eru alls ekkert í þessum skólum. Svo komst ég að því að það er til braut sem er svona söngva, leika, dansa braut og er samstarf hjá trinity og laban. 

S.s. margt sem ég lærði í kvöld en ég er farin í háttinn.

 

Hér er heimilisfangið mitt:

G/4/28

Mcmillan Student village

Creek Road

Deptford

London, SE8 3BU

England (UK)

 jamm, ansi langt, eða heilar 6 línur svo póstkallinn geti komið hlutunum til skila. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá það væri mest fyndið ef ég myndi senda þér komment með póstkortum. Þá myndiru aldrei vita hvaða bloggi ég væri að svara. Þetta yrði allt út í hött!

Arena (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:15

2 identicon

Það yrði andskoti áhugavert í það minnsta! Var bara að vakna er í einhverju leti stuði hérna sem breytist svo þegar skólinn byrjar En arena nú verðurðu að senda mér póstkort

Lilja (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:27

3 identicon

Hér er bara rigning rigning rigning. Ég er byrjuð í þjálfun í Gáska tvisvar í viku og gengur bara vel og sérstakt nudd tvisvar í mánuði. Vona að ég liðkist eitthvað.

Gaman að heyra frá þér Lilja mín. Mér líst bara vel á þetta.

Ástarkveðjur

Amma Stella

Stella amma (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:26

4 identicon

En það verður að koma á óvart. Þú mátt ekki búast við því!!!

Arena (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:48

5 identicon

Ok það kemur þá bara í ljós, og ég þarf líklega að vera duglegri að blogga til að fá þá einhver komment :D

Lilja (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband