Fyrstu dagarnir í London

Þá er reykjavíkurmærin gengin úr garði, aftur. Í þetta skiptið er ég komin til London til þess að fara að nema dans á háskólastigi í skóla sem kallast Laban og er Deptford (nálægt Greenwich) í suðaustur-hluta London. Ég fékk herbergi á heimavistinni sem er rétt hjá skólanum, ég get séð hann út um gluggann á ganginumSmile. Laban er litríka húsið sem er þarna fyrir miðju, turninn tilheyrir því ekki heldur er hinu megin við ánna.

Laban

Í gær gerði ég mest lítið eftir að hafa komist á leiðarenda, sem tók töluverðan tíma. En ég gafst upp eftir að hafa tekið lest í 45 mín og tók leigubíl restina í staðinn fyrir að burðast með töskuna í neðanjarðarlestum. Svo sat ég bara á herberginu og gerði mest lítið, labbaði um næsta nágrenni og barði að dyrum hjá ágrönnunum. Aðeins einir voru heima, það eru 2 asískar stelpur hérna við hliðina á mér sem voru einmitt að elda og höfðu mest lítinn áhuga á að spjalla. Vonandi eru hinir nágrannarnir skemmtilegra

 

 

 

Í morgun ákvað ég svo að ég þyrfti að koma mér upp einhverjum aukamunum í þetta herbergi. Svona eins og að eiga pott og pönnu, svo ég gerði mér lítið fyrir og fór í leiðangur í IKEA. Þar sem í dag er sunnudagur þá var verið að vinna í mörgum af lestunum svo ég var endalaustlengi á leiðinni, svo var ég endalaust lengi að komast í gegnum IKEA og svo tæpa 2 tíma á leiðinni heim. En núna á ég ýmislegt bráðnauðsynlegt. Eins og kodda, lampa, diska, skálar, hnífapör, potta og pönnu o.fl.

Hérna eru svo nokkrar myndir af herberginu:

herbergiðeldhúsiðvinnuaðstaðanborðið og rúmið :)klósettið og sturtan

Á morgun ætla ég svo að fara í annan verslunarleiðangur en þá veðrur förinni heitið í Tesco að kaupa í matinn. Ásamt sápu, sjampói og uppþvottalegi og hinu og þessu lífsnauðsynlegu eins og klósettpappír.

 En í kvöld. réttara sagt núna er ég að fara í "welcome drinks hosted by your student union" hérna rétt hjá.  Svo veriði sæl!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband