Jæja, ætla að reyna að koma einhverju niður á blað meðan ég bíð eftir kartöflunum mínum Hef verið ósköpin öll löt að elda þessa vikuna, eiginlega lifað á tilbúnum frosnum réttum sem ég hita upp, jógúrti, ávöxtum, kexi og smá súkkulaði namm namm.
Annars er ég uppgefin þegar ég kem heim að loknum skóladegi, en utan skólatíma er líka heimalærdómur sem ég fæ mig bara varla til að setjast niður og klára...fór reyndar á bókasafnið eftir skóla í gær og las fyrir tímann í dag. Erum í þessum tímum (Fundamental Ways of Seeing) sem byggja á því að fræða okkur almennt um dans og svo örlítið um klassískan ballett. En eftir nokkrar vikur breytast þessir tímar í danssögu. Ég hef reyndar lúmskt gaman af þessu . Svo er Reserch Method sem kennir í rauninni ekki margt, bara svona almennt um ritgerðarskrif og þess háttar. (Þetta eru bóklegu tímarnir.) Svo eru danstímarnir: Fundamental experiental anatomy þar sem farið er í gegnum líkamann - önnur konan vinnur með að finna hlutina í líkamanum (meira svona eins og spuni) meðan hin tekur sömu hluti og vinnur með þá í smá tæknitíma (einna skemmtilegustu tímarnir). Pilates into ballett - 3 sinnum í viku unnið út frá pilatesreglum einskonar ballett-focused tími, einu sinni í vikur ballett tími með TK og einus sinni pura pilates tími. Þetta eru fínir tímar utan þess hvað ég var eitthvað stressuð í balletttímanum með TK í dag, líklega bara vegna þess að þetta var fyrsti tíminn...það kemur allt. Svo erum við í Improvisation með allaveganna 2 eða 3 misjafna kennara, þeir 2 sem ég hef hitt eru mjög spes. Allur hópurinn var í hláturskrampa í dag í impro og kennarinn þurfti að stoppa okkur og byrja upp á nýtt . Það var æðislegt, létti ekkert smá á manni. Að lokumj er Choreography sem er bara nokkuð svipað því sem ég var í á fyrsta ári í Listdansskólanum og því sem við vorum að gera í JSB í vor með Mumma, það er finna leiðir (eða vera sagt til um leiðir) til að búa til dansverk og þurfum að semja okkar eiginn sóló. Minnir töluvert á Mumma áfanga. Að lokum fáum við Fitness tíma - sem er aerobic og anaerobic tími..yibbý..hehe...íþróttatími í dansskólanum .
Mér líkar bara nokkuð vel í skólanum enn sem komið er, þó ég sé nokkuð uppgefin á kvöldin. Er samt farin að sofa aðeins betur (hef enn ekki skipt um herbergi - fer á morgun að hitta konuna út af því - krossið puttana fyrir mig!). Þannig kvöldin fara í að kíkja á sjónvarpsþátt á netinu, borða, lesa, fara í sturtu og SOFA (ekkert endilega í þessari röð samt sem áður).
Nú krakkarnir í hópnum mínum (hóp nr. 2) eru mjög fín flest öll. Erum allar 3 íslensku stelpurnar saman og svo enskir krakkar 2 sænskar, 2 ítalskar og held það sé it. S.s. mestmegnis breskir krakkar. Ellie ofbauð það um daginn að ég vissi ekkert hvað Terry's chocolate orange væri að hún keypti voleiðis handa mér og gaf mér í gær...mér finnst þetta þvílík snilld! súkkulaði boltimeð bátum sem maður brýtur af og étur...og svona appelsínusúkkulaði namm namm! Gaf samt með mér, gæti ekki gert annað. Dýrka flest þeirra, sérstaklega Tom og ruth, þau eru svo miklar dúllur. Enda stendur til að hafa slumber party með tom um helgina - held hann gæti verið bæði vinur og vinkona þar sem hann er svo mikil stelpa í sér..hehe..skiptir ekki öllu ef þið skiljið mig ekki. Þurfið bara að vita það að ég hef eignast vini .
Lilja litla latamús á kvöldin
Flokkur: Bloggar | 25.9.2008 | 20:51 (breytt kl. 20:51) | Facebook
Athugasemdir
Og innan skynsamlegra marka
Lilja Steinunn Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:52
Hvernig bóklegt nám er í dans skóla? Ég hélt þið ættuð bara að dansa :D
Arena (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 17:16
Ja, við erum í fagi sem heitir fundamental ways of seeing þar sem aðalmarkmiðið er að skoða hvað er dans og hvað er nútímadans og svo framvegis. Svo erum við í research methods sem snýst bara um þetta venjulega varðandi ritgerðir og upplýsingaöflun. Og svo er enska. Að öðru leyti þurfum við að skrifa vikulega dagbók sem þar sem við skrifum um vikuna og hvað við höfum lært o.s.frv. Og eftir nokkrar vikur þarf að skila ritgerð um eitthvað, vitum ekki enn um hvað.
Lilja (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 19:05
Ég skil hvað þú átt við. En jó er ekki erfitt að stússast í þessu líkamlega dæmi? Eru þol-tímar og random æfingar? Í nýrri vinnunni minni syngur tölvurödd "The time is [time]". Í dag hentu sér allir niður klukkan fjögur og tóku armbeygur. Mér leið eins og ég væri í sértrúarhópi, hef ekki séð þetta áður.
Kv G
Gunnarr (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:21
Hef ekki heyrt um slíkt áður, ertu viss um að þú vinnir ekki hjá sértrúarsöfnuði? Nja, þurfum að gera armbeygjur og slíkt sjálf utan skóla ásamt því að læra, borða og halda sér í andlegu ástandi til að geta verið að allann daginn. Þetta er megaprógram eiginlega. En mér finnst þetta ótrúlega gaman samt.
Lilja (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:26
jæja, kominn tími á annað en kartöflu blogg
arena (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.