Færsluflokkur: Bloggar
Jæja, ætla að reyna að koma einhverju niður á blað meðan ég bíð eftir kartöflunum mínum Hef verið ósköpin öll löt að elda þessa vikuna, eiginlega lifað á tilbúnum frosnum réttum sem ég hita upp, jógúrti, ávöxtum, kexi og smá súkkulaði namm namm.
Annars er ég uppgefin þegar ég kem heim að loknum skóladegi, en utan skólatíma er líka heimalærdómur sem ég fæ mig bara varla til að setjast niður og klára...fór reyndar á bókasafnið eftir skóla í gær og las fyrir tímann í dag. Erum í þessum tímum (Fundamental Ways of Seeing) sem byggja á því að fræða okkur almennt um dans og svo örlítið um klassískan ballett. En eftir nokkrar vikur breytast þessir tímar í danssögu. Ég hef reyndar lúmskt gaman af þessu . Svo er Reserch Method sem kennir í rauninni ekki margt, bara svona almennt um ritgerðarskrif og þess háttar. (Þetta eru bóklegu tímarnir.) Svo eru danstímarnir: Fundamental experiental anatomy þar sem farið er í gegnum líkamann - önnur konan vinnur með að finna hlutina í líkamanum (meira svona eins og spuni) meðan hin tekur sömu hluti og vinnur með þá í smá tæknitíma (einna skemmtilegustu tímarnir). Pilates into ballett - 3 sinnum í viku unnið út frá pilatesreglum einskonar ballett-focused tími, einu sinni í vikur ballett tími með TK og einus sinni pura pilates tími. Þetta eru fínir tímar utan þess hvað ég var eitthvað stressuð í balletttímanum með TK í dag, líklega bara vegna þess að þetta var fyrsti tíminn...það kemur allt. Svo erum við í Improvisation með allaveganna 2 eða 3 misjafna kennara, þeir 2 sem ég hef hitt eru mjög spes. Allur hópurinn var í hláturskrampa í dag í impro og kennarinn þurfti að stoppa okkur og byrja upp á nýtt . Það var æðislegt, létti ekkert smá á manni. Að lokumj er Choreography sem er bara nokkuð svipað því sem ég var í á fyrsta ári í Listdansskólanum og því sem við vorum að gera í JSB í vor með Mumma, það er finna leiðir (eða vera sagt til um leiðir) til að búa til dansverk og þurfum að semja okkar eiginn sóló. Minnir töluvert á Mumma áfanga. Að lokum fáum við Fitness tíma - sem er aerobic og anaerobic tími..yibbý..hehe...íþróttatími í dansskólanum .
Mér líkar bara nokkuð vel í skólanum enn sem komið er, þó ég sé nokkuð uppgefin á kvöldin. Er samt farin að sofa aðeins betur (hef enn ekki skipt um herbergi - fer á morgun að hitta konuna út af því - krossið puttana fyrir mig!). Þannig kvöldin fara í að kíkja á sjónvarpsþátt á netinu, borða, lesa, fara í sturtu og SOFA (ekkert endilega í þessari röð samt sem áður).
Nú krakkarnir í hópnum mínum (hóp nr. 2) eru mjög fín flest öll. Erum allar 3 íslensku stelpurnar saman og svo enskir krakkar 2 sænskar, 2 ítalskar og held það sé it. S.s. mestmegnis breskir krakkar. Ellie ofbauð það um daginn að ég vissi ekkert hvað Terry's chocolate orange væri að hún keypti voleiðis handa mér og gaf mér í gær...mér finnst þetta þvílík snilld! súkkulaði boltimeð bátum sem maður brýtur af og étur...og svona appelsínusúkkulaði namm namm! Gaf samt með mér, gæti ekki gert annað. Dýrka flest þeirra, sérstaklega Tom og ruth, þau eru svo miklar dúllur. Enda stendur til að hafa slumber party með tom um helgina - held hann gæti verið bæði vinur og vinkona þar sem hann er svo mikil stelpa í sér..hehe..skiptir ekki öllu ef þið skiljið mig ekki. Þurfið bara að vita það að ég hef eignast vini .
Lilja litla latamús á kvöldin
Bloggar | 25.9.2008 | 20:51 (breytt kl. 20:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja þá er önnur vikan mín hér í þessari erilsömu borg á enda runnin. Hún hefur nú verið töluvert mikið rólegri en sú seinasta. En jæja...hvert vorum við komin í sögunni?
O já...skólinn byrjaði af einhverri alvöru...látujm okkur sjá. Þessi vika hefur einkenst af einstaklega mikið af fyrirlestrum um hvert við eigum að leita ef við eigum við svona vandamál að stríða eða hinsegin. Held að öryggisnetið utan um okkur sé 7x í það minnsta. Sem er svo sem mjög gott þegar maður kemur langt að. Þá hefur Rosemary umsjón með árinu okkar, Jane ef við eigum við einhver persónuleg vandamál að stríða ásamt sálfræðiteyminu sem við getum leitað til, Hazel er yfir námslegu hliðinni og svo er Rosemary einnig með örlítinn hluta af því hjá 16 af okkur, Annars sér Kevin um enskufyrirlestra og slíkt fyrir þá sem á þurfa að halda og svo er okkur skipaður 2árs nemi ef við viljum ekki leyta til neins af ofangreindu.
í þessari viku höfum við mestmegnis heyrt af öllu sem skólinn gerir, þar á meðal sjúkraþjálfun og sjúkranudd ásamt svo mörgu öðru og allt mun ódýrara fyrir okkur nemendurna. Þeir sjá ótrúlega vel um nemendurna svo ég hugsa að enginn þurfi að hafa áhyggjur af mér . Annars fórum við í 2 tíma í Experiental Anatomy - sem er blanda af tæknitímum og rýmis- og improvisation tímum. Seinni tíminn var æðislegur, skemmti mér konunglega og var óbeint sagt að ég hefði mikla orku af kennurunum, sem er reyndar það sama og ég fæ oftast frá kennurum en það er gott komment . Svo höfum við Contact impro sem verður að contact impro næstu vikurnar. Byrjuðum með mjúka bolta og áttum að vera eins og tuskur yfir þá og hreyfa okkur þannig en héldum svo áfram allt yfir í að vinna 2 og 2 saman, mjög áhugavert og gaman. seinast en ekki síst fórum við í pilates into ballett tíma...þar sem var reyndar einungis talað um hvernig næstu vikur verða.
Að þessu undanskyldu fengum við fyrirlestra um street safty frá löggunni, þar sem okkur var bent á helstu hættulegu staðina hér í grendinni og hvernig við ættum að bregðast við ýmsum aðstæðum t.d. ef við héldum að einhver væri að elta okkur og svoleiðis. Einnig að tala ekki í símann en ég held það eigi eiginlega ekki um mig og minn úrelta síma. Svo fengum við örlítla kynfræðslu frá Jane, það er hún sagði passið ykkur, og horfðum á myndband um krabbamein í eistum. Og þá held ég að upptalningin á skólaviðburðum sé búin hvað þessa viku varðar. Þó þessi vika hafi verið einstaklega þægileg með löngum hléum og mæta seint og hvaðeina.
O nei, gleymdi einu, Screening - skönnun. Fórum í þetta próf þar sem við vorum mæld og viktuð, jafnvægið skoðað, sjúkraþjálfari skoðaði liðina og við hoppuðum eins hátt og við gátum og hjóluðum eins hratt og við gátum til að þau gætu séð hversu sterk við værum. Eftir sirka 7 vikur fáum við svo niðurstöðurnar um hvernig við stóðum okkur og hvernig við erum miðað við meðaltalið. Hlakka til, en veit nú þegar að hægri löppin er liðugri í mjöðminni - það sem ég fékk að vita strax.
En víkjum frá skóla hlutum.
Á mánudaginn fór ég til Önnu Birnu og Sigrúnar það tekur svona klst. að komast til þeirra héðan. Hverfið sem þær búa í er mjög rólegt, mikið af indverskum fjölskyldum, indverskar búðir og veitingastaðaðir, en mjög kósý samt. Íbúðin er mjög fín, nokkuð stór og kósý þó ég viti að með tímanum veðrur hún bara betri. Við fórum að versla og keyptum ekkert smá mikið í búðinni og svo eldaða Anna þennan dýrindis kjúkling namm namm...alveg súper. Eftir matinn sköpuðust engar smá rökræður um hvort það væri rangt að höggva niður jólatré þar sem Sigrúnu fannst það meðan við hin vorum á móti. (Það er ég, Anna og Högni (kisi) kærastinn hennar Sigrúnar sem er í skóla að læra að búa til teiknimyndir í 3-vídd, ef ég skil rétt) Þegar við höfðum gefist upp á að Sigrún gæfist upp þá skelltum við okkur í sófann og lékum sófakartöflur þar til kominn var háttatími, en ég svaf á sófanum.
Þriðjudagskvöldið var tekið með rólegheitum eftir að hafa farið í búðina og keypt í matinn og eldað Spaghetti Boulonesha (veit þetta er vitlaust skrifað en þið skiljið). Namm namm - mjög gott... enda fékk ég það í hádegismat í 2 daga eftir þetta. Miðvikudagskveldi var eitt með Dave (Norður- Íra sem er í Trinity), Chris (snobbuðum enskum strák sem er einnig í Trinity) og James sem ég veit ekki alveg hver er. Fengum okkur nokkra bjóra saman og ætluðum í einhvert háskóla-party sem þeir héldu að væri núna en byrjar víst ekki fyrr en í næstu viku. Satt best að segja var ég hálffegin því þá fékk ég að fara tiltölulega snemma heim því þetta hafði virkilega takmarkað skemmtanagildi.
Fimmtudagskvöld var svo 80's diskó, sem ég skemmti mér vel á alveg edrú og var að dansa með ensku krökkunum og zoe frá kýpur. Allt mjög skemmtilegir krakkar sem ég hef kynnst svolítið betur í þessari viku og á eftir að kynnast miklu betur í framtiðinni. Það eru 15 strákar í árinu af 90 manns, það er tiltölulega hátt hlutfall. Og þessir 90 sem komust inn voru valdir úr hópi um 900 manns. Svona til að setja einhverjar upplýsingar hérna inn sem kæmu efningu ekkert við . Í gær fórum við Sara svo út með Ellen og Hrafnhildi (ellen er á 2. ári og hrafnhildu á því 3ja) en þær stelpur þekkjast allar úr klassíska listdansskólanum svo ég var örlítið utangarðs en samt mjög fínt.
Í gær gerði ég svo mest lítið, ætlaði að fara á markaði en var svo löt að vakna og koma mér af stað að það tók því nánast ekki svo ég fór bara í göngutúr um Greenwich Park. Indislegur garður meira að segja með rósagarði og allt. Og risa stór held ég hafi gengið hringinn og verið um 2 tíma, reyndar ekkert að flýta mér en samt sem áður. Svo fór ég á Maritime safni, sem er safn nánast því bara um skip og sjóinn og Nelson. Margt áhugavert sem leyndist þar inni þó að ég held ég hafi eytt mestum tíma í að skoða sverð og sögu Nelsons. Þar við hliðiná er the Queens house, en það var lokað út af einhverri veislu svo ég verð bara að fara seinna. Reyndar var fólkið í veislunni svolítið fyndið klætt að mínu mati, karlarnir allir í kjólfötum og konurnar allar með einhverskonar fjaðraskraut í hárinu. En ætli það sé ekki bara stíllinn hjá ubbunum hérna. Restin af deginum fór í að japla á brauðinu sem ég keypti í bakaríinu og er fyrsta brauðið sem ég borða síðan ég kom hingað og horfa á Gregory House leysa læknaþrautirnar sínar. Sem er reyndar það sama og ég byrjaði þennan dýrindis dag á. Eftir að hafa sannfært sjálfa mig um að koma mér á fætur áðan þá fór ég aftur á röltið um hverfið, endaði í bókabúðinni (en keypti ekkert þó ég fyndi ýmislegt sem mig langaði í), apótekinu þar sem ég fjárfesti í tannþráði og markaðnum sem ég vissi ekki af þar sem var til endalaust mikið af alls kyns dótaríi sem ég hefði alveg verið til í. Endaði á að kaupa spegilflís af einum kalli á 300 kall sem er ekki ýkja slæmt held ég. Þarf bara að kaupa mér límband með lími báðu megin núna .
Svo fæ ég kannski að skipta um herbergi þar sem ég get enganveginn sofið almennilega nema með eyrnatappa í eyrunum. Vona innilega að það gangi upp en það er samt ekki víst þar sem fólk úr Uni of Greenwich var að flytja inn um helgina. En ef það tekst þá verð ég ekki fyrir ofan hliðið (þar sem um 900 manns búa hér þegar mest er og það ískrar í því og ég heyri í öllum sem koma seint heim o.s.frv.) né heldur mun ég snmúa út að götunni sem er ALDREI tóm. Ég bara krosslegg fingurna og vona það besta, annars venst ég þessu kannski eftir nokkra mánuði.
Næsta vika verður prógrammið svo dálítið strangara. En ég verð í skólanum frá 8:45 - 18:30 með um klst. hádegishléi og stuttum hléum alla virka daga. Svo nóg að gera! En ég hlakka bara til. Eftir 5 vikur verður okkur svo skipt í 4 hópa eftir getu í hverju fagi...þarf því að fara að standa mig til að ná í nokkuð góðann hóp. Svo eins gott að fara að setja eyrnatappana í eyrun og reyna að ná í góðann nætursvefn fyrir morgundaginn . Góða nótt og sofiði rótt.
Lilja litla lipurtá.
P.S. hér eru nokkrar myndir úr Greewich Park - það er munu verða...nenni ekki meiru í kvöld
Bloggar | 21.9.2008 | 20:12 (breytt kl. 20:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þá er fyrsta vikan búin, en hún er kölluð freshers week og voru öll virku kvöldin skipulögð af nemendafélaginu. Á mánudaginn var einskonar "reif" þó það væri langt frá því að vera eins og reif. þriðjudaginn pubcrawl sem við krakkarnir misstum af, þó það sé núj allt í lagi kynnumst þá bara börunum sjálf áður en við veljum okkur uppáhalds . Á miðvikudaginn var boat party sem er eins og nafnið gefur til kynna partý á báti sem siglir upp og niður Thames ánna í nokkra klst. Ég get samt alveg viðurkennt að því miður drakk ég aðeins of mikið svo ég man ekkert allttof mikið en skemmti mér samt konunglega. Á fimmtudag var popquiz sem ég og Sara (íslenska stelpan sem býr hérna utar á ganginum) rákum hausinn inná en fannst ekkert íkja spennandi. Svo við fórum þess í stað á bar hérna skammt frá sem heitir Trafalgar og er ótrúlega kózý, aðeins dýrari en sumir hinna en á hinn bóginn er það staður sem höfðar mun meira til mín, svona pub og alveg við Thames (maður horfir yfir Thames út um gluggann). Á föstudagskvöldið fórum við svo á silent diskó sem var mjög Áhugavert skulum við segja en gæti leyst nokkur vandamál í miðbæ reykjavíkur þar sem allir fá heyrnartól og geta vlaið um 2 tónlistarstöðvar og svo dansa allir og syngja með. Mjög fyndið að ganga inn i salinn þegar mamma mia var í spilun, eða macarena Í gær fórum við vinkonurnar og fengum okkur 2 bjóra og snemma í háttinn eftir erilsama viku kvöldlífsins.
Hvað daglífið snertir þá hef ég farið í búðina, skráð mig í skólann og fengið milljón blöð til að lesa og fletta í gegnum, gengið um greenwich og deptford, farið í ævintýri til að finna Argos með láru (finnsku stelpunni sem býr einnig á ganginum), hangið í tölvunni, gengið um markaðinn í Greenwich og Greenwich Park (sem er risa-stór) og bara hitt og þetta til að stytta mér stundir. Í dag var hinsvegar þvottadagur (ekki alveg jafn svakalegur og í Ronju ræningjadóttur en samt sem áður var tekið smá til) ég ryksugaði, fór út með ruslið og vaskaði allt upp ásamt því að þvo þvottinn minn Mér finnst ég í það minnsta hafa verið ágætlega dugleg þó svo þetta sé lítil íbúð. Ætlaði að heimsækja Önnu Birnu og Sigrúnu en þar sem lestarnar eru yfirleitt í viðgerðum og rugli um helgar (fór á netið og tékkaði og allt stopp) þá ákvað ég að fara frekar á morgun með Önnu heim og fá gott að borða á morgun! Namm...hlakka svo til.
Ég hef s.s. ekki verið neitt sérstaklega dugleg að elda. Gerði heiðarlega tilraun til að elda súpu um daginn en hún brann við og var hræðileg á bragðið En það kemur allt. Svo ég hef enn sem komið er í aðalatriðum fengið mér núðlusúpur, bollasúpur, grjónagraut (sem, já!, ég kann að búa til án þess að eyðileggja) jógúrt og ávexti. En ég svelt sko alls ekki. Er meira að segja á leiðinni í búðina aftur á morgun til þess að kaupa hitt og þetta sem mig vantar enn í eldhúsið. Sem er ásamt baðherberginu einu staðirnir sem líta heimilislega út. En það kemur með tímanum (það er þarf aðra ferð í IKEA þegar ég hef tíma og pening).
Hvað breska menningu varðar veit ég nú ekki mikið um hana annað en bretar virðasr mestu drykkjurútar sem ég hef vitað. Enginn breti sem ég þekki enn sem komið er hefur sleppt því eitt einasta kvöld að verða útúrdrukkinn! Sem mér finnst fremur fyndið þar sem þeir byrja að drekka klukkan 6 í seinasta lagi og eru útúr þessum heimi um 10 leytið. Og þá er bara nokkurnveginn kominn tími til að fara heim. Sem er svosem ágætt að sumu leyti og heilsusamlegra heldur en íslensku helgarsiðirnir ef þetta ætti ekki við um hvert einasta kvöld. Ég velti því fyrir mér hvort lifrarsjúkdómar séu ekki algengir í Bretlandi. En nóg um vangaveltur um breska drykkjusiði.
Hér sit ég í mestu makindum í rúminu mínu og skrifa ykkur fréttir af fyrstu vikunni minni í Bretlandi og vil afsaka þessa gríðarlega hallærislegu slóð sem þetta blogg hefur . Þar til næst...kossar og knús. Lilja
Bloggar | 14.9.2008 | 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Svona fyrst ég var að koma til baka og nenni ekki að fara að sofa strax.
Þá var mjög gaman í kvöld, kynntist helling af laban nemendum flestum sem eru að byrja en sumum sem eru nú þegar byrjaðir. T. d. talaði ég við strák sem er á 3ja ári og eftir að hafa talað við mig í svolitla stund um dans og ýmislegt þvítengdu sagði hann að hann hefði aldrei hitt nýnema sem ætti eins vel inn í Laban og ég, þ.e.a.s. að ég væri með rétta andann, sem tæki flesta nokkra mánuði að átta sig á. (mjög gaman að fá svona athugasemd get ég sagt ykkur)
Svo seinna hitti ég söru, hún býr á hæðinni minni og er íslensk! æði!!!
annars hljóp ég uppi einhverjar stelpur þegar ég var að labba út, og þær voru líka úr laban, önnur heitir stefi (giska á að það sé stytting á stefani) og hin er kölluð chrissy ef ég man rétt. Og svo marga aðra, bæði úr Trinity (sem er tónlistarháskóli sem Laban er í samstarfi með, svona ef þið vissuð það ekki) og líka úr Laban en líka nokkra sem eru alls ekkert í þessum skólum. Svo komst ég að því að það er til braut sem er svona söngva, leika, dansa braut og er samstarf hjá trinity og laban.
S.s. margt sem ég lærði í kvöld en ég er farin í háttinn.
Hér er heimilisfangið mitt:
G/4/28
Mcmillan Student village
Creek Road
Deptford
London, SE8 3BU
England (UK)
jamm, ansi langt, eða heilar 6 línur svo póstkallinn geti komið hlutunum til skila.
Bloggar | 7.9.2008 | 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þá er reykjavíkurmærin gengin úr garði, aftur. Í þetta skiptið er ég komin til London til þess að fara að nema dans á háskólastigi í skóla sem kallast Laban og er Deptford (nálægt Greenwich) í suðaustur-hluta London. Ég fékk herbergi á heimavistinni sem er rétt hjá skólanum, ég get séð hann út um gluggann á ganginum. Laban er litríka húsið sem er þarna fyrir miðju, turninn tilheyrir því ekki heldur er hinu megin við ánna.
Í gær gerði ég mest lítið eftir að hafa komist á leiðarenda, sem tók töluverðan tíma. En ég gafst upp eftir að hafa tekið lest í 45 mín og tók leigubíl restina í staðinn fyrir að burðast með töskuna í neðanjarðarlestum. Svo sat ég bara á herberginu og gerði mest lítið, labbaði um næsta nágrenni og barði að dyrum hjá ágrönnunum. Aðeins einir voru heima, það eru 2 asískar stelpur hérna við hliðina á mér sem voru einmitt að elda og höfðu mest lítinn áhuga á að spjalla. Vonandi eru hinir nágrannarnir skemmtilegra
Í morgun ákvað ég svo að ég þyrfti að koma mér upp einhverjum aukamunum í þetta herbergi. Svona eins og að eiga pott og pönnu, svo ég gerði mér lítið fyrir og fór í leiðangur í IKEA. Þar sem í dag er sunnudagur þá var verið að vinna í mörgum af lestunum svo ég var endalaustlengi á leiðinni, svo var ég endalaust lengi að komast í gegnum IKEA og svo tæpa 2 tíma á leiðinni heim. En núna á ég ýmislegt bráðnauðsynlegt. Eins og kodda, lampa, diska, skálar, hnífapör, potta og pönnu o.fl.
Hérna eru svo nokkrar myndir af herberginu:
Á morgun ætla ég svo að fara í annan verslunarleiðangur en þá veðrur förinni heitið í Tesco að kaupa í matinn. Ásamt sápu, sjampói og uppþvottalegi og hinu og þessu lífsnauðsynlegu eins og klósettpappír.
En í kvöld. réttara sagt núna er ég að fara í "welcome drinks hosted by your student union" hérna rétt hjá. Svo veriði sæl!
Bloggar | 7.9.2008 | 18:24 (breytt kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)