Veðrið er algengt umræðuefni íslendinga og því finnst mér upplagt að byrja á því að minnast á það. En veðrir hérna hefur verið meira en vægast sagt undarlegt. Seinustu 3 helgar hafa verið sólríkar og tiltölulega hlýjar en inn á milli í vikunni hefur gengið á með þvílíkum votviðrum. Svo núna á sunnudag var enn einn sólríki fallegi dagurinn og ég, camille og verity ákváðum að fara í göngutúr yfir í greenwich park. Þegar þangað var komið var orðið skýjað og þrátt fyrir sólina sem hafði verið var svolítið hráslagalegt því það var svo mikið rok. Hvað um það við skemmtum okkur nokkuð vel við hina og þessa iðju, það er klifra í trjám, taka myndir og "týnast í skógum" og rekast á dádýr. Nú þegar við höfum ákveðið að leggja leið okkar heim á leið byrjar þessi svakalegi rigningarstormur alveg eins og hellt sé úr fötu, minnti mig einna mest á brasilísku þrumuveðrin nema hvað þau voru skárri því manni varð ekki kalt. við hlaupum eins og fætur toga inn á þetta pínkulitla kaffihús en þar eru engin sæti og lítur ekki út fyrir að hætti að rigna á næstunni, fötin núþegar orðin töluvert blaut svo við ákveðum bara að skella okkur aftur út í rigninguna og kýla á það að labba heim (svona 10 mínútna rölt). Nema hvað? Haldiði ekki að þegar við erum komnar aðeins af stað byrji ekki þetta svakalega haglél í samblandi við rigninguna, og það ekki neitt smá, með þrumum og alles. En eftir að hafa skýlt okkur bakvið tré með öðrum "göngugörpum" hertum við upp hugann og héldum heim, öslandi yfir rigningarár og skjálfandi af kulda með heilafrost eins og maður hefði rétt í þessu borðað ís of hratt. En guð hvað það var gott að komast heim í heita sturtu og heitt kakó og kíkja á bíómynd með sæng yfir sér. Sátum allar þrjár í rúminu mínu með aukasængina yfir okkur og kakóbolla til þess að ilja úr okkur kuldann.
Nú á miðvikudaginn fór ég á skátafund, og hef akveðið að halda því áfram til að komast út úr laban umhverfinu. Svo miðvikudagskveldum verður nú varið með krökkum að spila brennibolta og fræða þau um hitt og þetta. til að mynda á ég að halda kvöld þar sem ég fræði þau um aðra menningu, ætla að segja þeim svolítið frá íslandi og svolítið frá brasilíu. Svo sé ég um fitness þrautina þeirra líka. Mjög fínt fólkið sem er með skátana og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu :)
Í fyrradag fór ég svo inní central til að fara í aukatíma, bara svona til gamans. Ég, James og Verity fórum og skeltum okkur í jazz tíma til að slaka á og hafa gaman. En kemur ekki í ljós að kennarinn er að gera það sama, því hún kennir graham-tækni í einum af dansháskólunum í london. Hvað um það þá var þetta mjög skemmtilegur tími og ég og james ákváðum að fara í balletttíma líka, sem var mjög gaman þar sem hann var töluvert erfiðari fyrir hausinn heldur en tímarnir í skólanum sem eru aðallega til að bæta okkur en eru ekkert sérlega erfiðir hver og einn.Skólatímarnir verða samt alltaf erfiðari og erfiðari en ég get samt ekki sleppt mér alveg eins og ég gat í þessum tíma, enda var mjög gaman í honum og við vorum þvílíkt sveitt og falleg eftir hann :P
Í gær héldum við göngugarparnir aftur inní Greenwich park og héldu veðurguðirnir sig í góðu skapi, sem betur fer. Svo við nutum þess og fengum okkur mjúlkurhristinga og lékum okkur á grasflötunum við að standa á höndum og reyna hinar ýmsu kúnstir, sem ég get alveg viðurkennt að ég er ekkert sérlega góð í. Ég lofa að bæta við myndum með þessu bloggi á næstu dögum, bara ekki í dag :)
Lilja út
Athugasemdir
Hvað þýðir skjaldbakan?
Gunnarr (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:10
Hæ litla. Sry hef ekki alveg getað skoðað bloggið þitt mikið upp á síðkastið. Málið er að það er búið að loka á allar félagssíður í vinnunni þannig ég get ekki skoðað bloggið þitt þar. Og eftir að hafa verið í vinnunni er mjög óþægilegt að skella sér beint í tölvu aftur ef þú skilur hvað ég meina :P
En mjá, gott að sjá að það er gaman hjá þér. :)
Kv. Arena
Arena (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.