Nýtt ár; nýjir tímar; ný plön

þá hefur árið 2009 gengið í garð og það eru meira að segja 2 mánuðir búnir af því og ekki heyrst minnsta tíst í minni. Við skulum bara kenna argans ergelsinu um það svona fyrir þá sem ekki vita betur.

Nú síðan seinast birtust fréttir af mér þá kláraðist skólinn, ég átti mjög indælt jólafrí með jólasnjó, töluverðri vinnu og miku glensi og gamani að vanda. Hef ósköpin öll lítið að segja um jólafríið utan þess að það var alveg indislegt og ég var ekki tilbúin að binda endi á það þegar ég þurfti að druslast aftur til úglandanna. Eina kvörtunarefnið væri það að meðan snjórinn var komst ég ekki á skíði og svo byrjaði aftur að snjóa skíðasnjó daginn eftir að ég þurfti út, hvílíkt og annað eins hneiksli. 

vikurnar síðan ég kom út hafa svo bara gengið sinn vanagang, farið í skólann, búðina og horft á sjónvarpsþætti á netinu í letikasti aldarinnar. helgarnar hafa einfaldlega farið í skóla, bókalestur, ritgerðarsmíð, bjórþamb á pöbbum með góðum vinum og kunningjum þó skal hafa orð á því að allt hefur þetta verið í góðu hófi stillt til móts við mikinn svefn og markaðsrölt um hina ýmsu markaði sem liggja á leyni í nágrenninu.

Helstu stórtíðindi voru að Íris vinkona kom í heimsókn og var mikið fjör að fá hana, enda kom hún á valentínusardaginn og fór á konudaginn. Þann sama dag kom einar frændi í heimsókn en stoppaði stutt við. Hann kom svo aftur og var hérna hjá mér yfir helgina og var ósköpin öll mikið rölt enda hafa lappirnar mínar enn ekki náð að jafna sig eftir táskótíma föstudagsins.Táskór

Sem eru aðrar fréttir, ég er farin að læra á táskó - var skíthrædd fyrst en er að komast upp á lagið með þetta og að vinna í mig kjark :D -> táskór eru svona eins og sést hér til hægri -->

En ætla bara að láta þetta gott heita, ég LOFA að setja inn annað lítið og sætt bráðlega

kossar og knús heim á frónið

Liljan

P.S. hlýtur að hafa verið úldið veður heima síðustu daga því hér hefur verið hlýtt og sól leikið við vanga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er taskó?=)

Diljá Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:41

2 identicon

Táskór eru svona balleríonuskór sem eru með harðar tær svo að hægt er að standa á bláendanum á táskónum

Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 10:05

3 identicon

Hjartað fer að slá örar af gleði þegar maður sér nýjan póst frá þér mini-frænkus. ég dauðöfundaði einsa af ferðalaginu og svo fékk ég líka nett sjokk þegar ég heyrði frá mömmu þinni að þú ætlir heim 8. apríl þegar ég er að koma í heimsókn til þín 10. apríl!!!

Við eigum þá bara smá frænkuborgarstund í lundúnum 23-25. apríl þegar ég kem aftur frá grikklandi.

ps. afrísk klæðisstranginn er bara sá flottasti í heimi og ég ætla að láta sauma á mig "stríðsárakjól" þegar ég er orðin efnaðri.

vona að englapúðinn hafi stytt þér stundirnar.

knúúúúúús

Frænkus (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband