Ohh...jæja, þá hefur 5ta skólavikan hafið göngu sína og ég búin að vera hérna úti í rúmar 6 vikur vá hvað tíminn flýgur hjá. Skólinn heldur áfram sinn vanagang að mestu nema hvað þessa viku þá höfum við færri tíma og svo komumst við í langþráð viku "lestrarfrí" - vá hvað það verður kózý. Utan skóla hef ég aðallega verið að læra og reyna að slappa af. Fór út með krökkunum á föstudaginn fyrir rúmri viku og Anna kom með okkur og gisti hérna hjá mér á uppblásinni dýnu. Vá hvað það var gaman, fórum í búðina og keyptum allt allt of mikið. Svo elduðum við nammi góðann mangó-kjúlla og gerðum okkur ready að hitta krakkana og fara á smá pubbarölt. Þetta var nú bara satt að segja mjög kózý kvöld.
Laugardeginum var eytt í geggjaðslega mikla leti og á sunnudeginum hitti ég Tom í Greenwich Park og fór svo með honum heim til hans að horfa á spólur og borða pítsu...mmm...geggjað kózý. Svo fengum við okkur einn öllara með Dom sem býr þarna líka. Og ákváðum daginn eftir að vera letingjar og sleppa fyrsta tíma því þá þurftum við ekki að mæta fyrr en kl. 13:30. Vorum samt alveg smá dugleg og fórum í verslunarleiðangur og ég keypti mér íþróttaskó . Vikan leið svo bara hjá á eldingarhraða...á miðvikudaginn fórum við út að borða á stað sem heitir café sol í tilefni af 20 afmæli Söru, fengum risa mexíkóhatta og flestir með einn kokteil. Og viti menn ég pantaði mér nachos og borðaði alveg slatta af því ... á fimmtudaginn fór ég með Sam í Tesco því mig vantaði eitthvað smáræði, og eins og venjulega þá kann minns ekki að hemja sig í matvörubúðinni, þetta nær bara engri átt því ef ég held svona áfram verður herbergið fljótandi í matvöru .
Þennan föstudag var ég hinsvegar haldinni töluverðri heimþrá . En það fyndna við það var samt það að ég var með heimþrá eftir Íslandi en líka Brasilíu þar sem ég hef verið að spjalla mikið við vini þaðan uppá síðkastið. Svo ég skellti mér til Tom að ná í gallabuxurnar mínar, en endaði á að setjast niður og fá mér smá hvítvín með strákunum. Svo var Tom allt í einu á leiðinni inn í central og vantaði aur til að komast svo ég lét hann fá oyster-(strætó)-kortið mitt og við löbbuðum með honum að strætónum. Svo þegar við erum að kom að stoppistöðinni keyrir strætó framhjá og Tom rýkur af stað í mjög þröngu skinny-jeans og ég get svo svarið það ég hef aldrei séð neinn hlaupa eins hratt! Undur og stórmerki! En ég gisti svo bara í rúminu hans Tom, mjög þægilegt, mjúkt og gott eins og rúmið mitt heima...alveg handviss um að það verða fleiri sleepover bara þess vegna. :P.
á laugardag fór ég út með krökkunum, Söru, Joe, Imogen, Ellie og Hannah til að halda uppá afmælið hennar Söru. Fóruym inní Central og þvílíkt ferðalag sem það var! Enduðum á klúbb sem heitir Storm! og þar var spilað R&B...samt mjög gaman, og minns alveg á góðu nótunum, varla búinn að drekka neitt (s.s. ekki alltaf að drekka óhollt áfengi!) dönsuðum þar í rúma 2 tíma áður en ferðinni var heitið heim, tók okkur reyndar tæpan klst. að finna rétta strætóstoppistöð og svo 50 min með strætó...úff... mikið var ég fegin að fá mér smá í gogginn og finna koddann minn! Svaf frameftir og nennti alls ekkert á fætur, skal meira að segja næstum því stollt segja að ég fór ekkert út úr herberginu mínu í gær og eyddi næstum öllum deginum undir sæng að horfa á bíómyndir (sakna þess að segja spólur). En dröslaðist um síðir og vann smá í ritgerðinni minni sem planið er að klára fyrir annað kvöld (veit það plan á ekki eftir að takast svo miðviðkudagskvöld er það)
Á morgun fer ég að ná í moneys og lýsi (já ég veit ég bað um að fá lýsi sent...en mér finnst það hjálpa) til fólksins sem kom með það. Svo er tutorial með Gill og Ballet-leveling (eins konar prufa og svo setja þau mann í einhvern hóp) eftir það förum við í Tate-modern að skoða verk sem heitir thirty pieces of silver - sem við þurfum að búa til 3 mín. sólóverk útfrá og þaðan hlaupum við til þess að ná að komast á sýningu með Batsheva dance company. Þannig mjög annasamur dagur framundan. En svo byrjar þetta að slakna aðeins og á föstudag er ég bara með einn tíma. Svo fæ ég ehimsókn i næstu viku, líklega, frá Belgíu. Thomas sem var skiptinemi á sama tíma og ég í Brasilíu ætlar líklega að kíkja hingað í 1-2 daga hlakka svo til...urðum nokkuð góðir vinir þó við höfum "bara" ferðast saman í mánuð.
Bæjó spæjó...vona að innsýn í hvað ég geri utan skóla hafi glatt þitt litla hjarta í skammdeginu
P.S. Nýja adressan:
G/6/8
Mcmillan Student Village
Creekrode
Deptford
London SE8 3BU
ENGLAND (U.K.)
P.S.S. býst við ammælishringingum og kortum efitr rúmar 2 vikur!!!
Flokkur: Bloggar | 20.10.2008 | 20:56 (breytt 22.10.2008 kl. 19:25) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.