smá yfirlit á síðustu og verstu tímum.

Ætli það sé ekki kominn tími á nýtt bloggWink?

Seinustu 2 vikurnar hafa verið nokkuð strembnar með skólanum og þeirri heimavinnu sem dembt er á mann þar, síhækkandi gengi og almennu lifibrauði. Nú hafa 2 vikur af önninni klárast og tímarnir þróast í átt að meiri tæknitímum, ritgerðarverkefnið hefur verið kynnt fyrir okkur svo og fyrirlestrarverkefnið. Annars eigum við að halda dagbók um hverja viku og hvað við lærðum, en það hefur enn sem komið er reynst mér erfitt að skrifa hana á réttum tíma. Í gær sýndum við dúettana okkar í Choreography, ég vann með Karolin sem er frá Svíþjóð og var bara nokkuð ánægð með útkomuna. Alltaf hægt að gera allt betur en miðað við tíma og vinnu þá kom hann mjög vel út og fékk nafnið I do 2.  Annars nenni ég eiginlega ekki að segja mikið frá skólanum eins og er. En ykkur er velkomið að spyrja að vild.

Kvöldin fara að venju í "eldamennsku", sturtu, sjónvarpsgláp og ef ég er dugleg heimalærdóm. En síðastliðnar helgar hef ég gert mest lítið þarseinustu fór ég út með krökkunum á pubbæði kvöldin en fór snemma heim því ég á ekki pening til að vera að borga mig inná klúbba. (Enda í sannleika sagt ekki heldur það skemmtilegasta sem ég geri). Þvottadagur, matarinnkaup og heimalærdómur einkenndu hinsvegar sunnudaginn þá helgina. Þessi helgi fór hinsvegar í algera úber leti, fór í heimsókn til Önnu og Sigrúnar og þær gáfu mér gott að borða.Grin Fajhitas og eftirmat, namm nammTounge. Svo var sjónvarpgláp...letin hélt svo áfram næsta dag þegar ég fór heim. 

 - Hef s.s. ekki farið í búðina í 10 daga og þarf að fara að fara aftur. En hef ekki tekið út pening í svipaðan tíma. Og verð að segja að þetta ástand er fremur stressandi, sérstaklega þar sem ég er ekki nógu vel að mér í því hvað er að gerast. En hef fulla trú á því að það takist að laga þetta svo ég geti haldið áfram að lifa hérna 

Annars er ég búin að flytja. Komin í herbergi uppi á 6tu hæð (sem á íslandi myndi teljast 7da, en bretar eins os svo margir aðrir eru örlítið gagaWink). Það er nokkuð hljóðlátt hér, í það minnsta þegar ég hef lokað glugganum. Annað en gamla herbergið, jiminn eini, ég sef heilu næturnar hérna Sleepingsem er þvílíkur munur. Og svo er taskan frá mömmu komin til mín og orðið aðeins meira kózý hérna hjá mér. Sem gerir skemmtilegra að lifa. 

Held þetta sé svona samantekt á lífi mínu síðustu vikur, skrifa betur fljótt...er bara letingji núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég öfunda þig samt að búa í útlöndum. gott að þú sérst komin í almennilegt herbergi :)

Stattu þig stelpa ;)

Arena (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:36

2 identicon

Æ, við hugsum voðalega mikið til þín elsku krúttið okkar og sinnst alveg ömurlegt hvað gengið er að leika ykkur námsmennina grátt. Nú er bara um að gera að vera agalega vinaleg við alla og láta bjóða sér í matarboð á hverju kvöldi til að spara.

Knús frá Ömmu

Björk (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:29

3 identicon

Hvernig er viðhorf breta til íslendinga þarna úti núna? Verður fólk ekki bara OMG ertu íslendingur! Og reyna að ræna þig?

Arena (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:29

4 identicon

Nei bretarnir reyna að gefa mér pund í góðgerðarskyni og djóki (eða til að líta niður á okkur)

Lilja (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:26

5 identicon

ugh, geturu ekki fundið þér svona part time job þarna með skólanum? Þjóna á veitingarstað eða eitthvað?

arena (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:06

6 identicon

það er einmitt planið

Lilja (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband